Í kjölfar tveggja hörmulegra umferðaslysa vill Rannsóknarnefnd umferðaslysa benda sjúklingum á að "íhuga ökuhæfni sína af ábyrgð". Ekki síst ættu væntanlega heilabilaðir að hugsa sinn gang.
Svo er háttað á Íslandi, að það er eins og enginn geti svipt mann ökuréttindum vegna heilsubrests. Það hefur komið fyrir að alvarlega skert fólk, sem eindregið er ráðið frá akstri af lækni keyri samt. Lögreglunni er tilkynnt, en hún vill ekkert með tilkynninguna hafa. Enginn vill hengja bjölluna á köttinn. Þá er ekki minnst á öll þau tilvik þegar læknar vita ekki eða vilja ekki vita um akstur sjúklinga sinna. Íslenskum læknum er ekki uppálagt neitt sérstakt í þessu efni og engar reglur leggja á lækna að tilkynna um hættulega ökumenn. Að sjálfsögðu leysast lang flest mál farsællega, því fólk fer að ráðum maka, barna og sérfróðra hafði það ekki sjálft frumkvæðið.
Í Noregi, er læknum gert að banna fólki akstur að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Svo eiga þeir að senda tilkynningu til fylkislækins, sem fylgir málinu eftir. Íslendingar flýðu kannski Noreg undan svona leiðinlegum reglum, en er ekki samt rétt að hafa eitthvað aðeins strangara kerfi en að hið opinbera biðji óökuhæft fólk um að íhuga ökuhæfni sína?
29. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ójú. við erum víst svo reglufælin hér á landi að það er löngu hætt að vera fyndið.
Skrifa ummæli