16. janúar 2009
Ábyrgð
Allsstaðar er spurt hver beri ábyrgð. Kannski væri betra að spyrja hvernig þetta gerðist. Svo má spyrja hver lék hvaða hlutverk. Þegar menn deila um hver beri ábyrgð gætir stöðugt orðaruglings. Að bera ábyrgð á einhverju af því manni er falin ábyrgð er annað en að vera valdur að einhverju, (þó það sé stundum kallað að bera ábyrgð á). Valgerður frá Lómatjörn, einn af aðal arkitektum hrunsins, segir Framsókn ekki bera ábyrgð á hruninu, því flokkurinn var ekki í stjórn þegar það varð. Já, já. Einmitt það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli