6. janúar 2009

Tjásureiði

Það væri verðugt rannóknarefni að stúdera reiðina sem ólgar á bloggum þessa dagana. Ekki í pistlunum heldur í athugasemdunum, tjásunum eins og lagt var til að það héti. Ég er með öðrum orðum að hugsa um tjásureiði. Margir formæla, uppnefna, öskra og bölva. Sumir eru eflaust reiðir vegna eigin aðstæðna, reiðir og örvæntingarfullir. Slíkt ástand hefur áhrif á orðaforðann og verður maður eiginlega bara að sætta sig við það. Sumir kunna að brenna af réttlátri reiði, er misboðið og nota bölv og ragn til að kveða fastar að orði. Þetta er auðvitað misskilið stílbragð, því formælingar hitta formælandann frekast fyrir. En sumir eru bara sömu þröngsýnu fúlmennin og þeir hafa alltaf verið. Skáka í skjóli ástandsins og gera stykki sín í tjásum. Maður kannast svo sem við svona orðbragð í pólitíksu þrefi, en fyrir daga bloggsins var því ekki fjölmiðlað. Smjörklípur fótgönguliðanna hafa alltaf verið fyrirlitlegar.

Það eru margir reiðir og eðlilegt að þess gæti í skrifum fólks. Bestu pistlarnir eru jú fullir af krafti reiðinnar, en skítkast er dapurlegt og gerir mig svartsýnan.

3 ummæli:

Elísabet sagði...

hvurskonar helvítis fokking fokk færsla er þetta eiginlega?

Elísabet sagði...

var að grínast, ég skal ekki ganga andlegra örna minna hér.

Hans Jakob Beck sagði...

Nú þykir mér aldeilis baunað á mig.