Bljúgir Framsóknarmenn skildu að kjósendur þeirra höfðu verið blekktir. Hin tiltölulega fáu atkvæði greidd Framsókn voru svo illa fengin að nýji formaðurinn taldi flokkinn ekki hafa umboð til að setjast í bráðabirgðastjórn fram að kosningum, en stakk heldur uppá að Framsókn verði falli rauðgræna ríkisstjórn. Jæja, nú þegar hyllir undir slíka stjórn koma Framsóknarmenn fram með dálítil skilyrði sem þeir vilja setja hlutleysi sínu. Fyrst er að nefna að Ísland fái nýja stjórnarská. Ha? Jú, flokkurinn sem ekki hefur siðferðislegt umboð til að leggja nýrri kreppustjórn til, segjum landbúnaðarráðherra, setur skilyrði um stjórnlagaþing.
Stjórnlagaþing! Mæltu manna heilastur Sigmundur. Gaman þegar bæði er hægt að velja þá kosti sem eru þægilegastir og vinsælastir. Bara verst hvað það fer illa með útlitið að taka svip af Glistrup.
29. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli