16. janúar 2009

Lærisveinn galdrameistarans

Nú setja menn á langar ræður og rifja upp hvernig stjórnmálamenn og eftirlitsmenn kerfisins lögðu nótt við dag til þess að fullvissa heiminn um að allt væri í himnalagi í íslenskum bankaheimi. Hvernig blístrað og baulað var á viðvörunarraddir. Hvernig landsmenn voru blekktir til að halda að allt væri í lagi, þó allir með einhverja fjármálaþekkingu máttu vitað annað. Gott og vel, en af hverju er þetta ekki sagt á þann einfalda hátt sem best lýsir atvikum? Bankarnir uxu Íslendingum yfir höfuð. Bankarnir stýrðu landinu, sögðu stjórnmálamönnum fyrir verkum, létu eftirlisstofnanirnar snatta fyrir sig og urðu svo sjálfir stjórnlausir.

Ef ég ætti að persónugera orsakir hrunsins í einum manni, þá væri það í lærisveini galdrameistarans. Stráknum í ævintýrinu sem stalst til að magna galdur úr kveri meistara síns sem hann hafði svo ekki kunnáttu til að kveða niður. Kústurinn frábæri sem sópaði gólfið sjálfur, einkavæddi kústurinn, lúbarði að lokum skapara sinn.

1 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Þetta er með betri persónu-gjörningum sem ég hef lesið.