20. janúar 2009
Mótmælin miklu
Mótmælin miklu í dag settu svip sinn á heimilislífið. Börnin horfa aldrei þessu vant á fréttirnar með athygli. Það komu gestir í kvöldmat og þeir voru varla komnir inn úr dyrunum þegar mótmælafundur hófst í stofunni. Unnsteinn, 5 ára, gekk í hringi og kvað fast að: "Ríkisstjórnin víki. Ríkisstjórnin víki. Ríkisstjórnin víki." Ég stóð fram í eldhúsi að útbúa sódastrím oní gestina. Til að lægja mótmælaöldurnar í stofunni brá ég á gott ráð sem ég hafði í hendi. "Unnsteinn, viltu gera sódastrím?" Drengurinn kom á harðahlaupum, tók undir sig stökk, upp í stól, lagðist af öllum þunga ofaná sódastrímtækið og þrýsti takkanum niður. Þegar tækið gaf frá sér eimpípuvælið kunna öskraði strákur af öllum lífs- og sálarkröftum: "Gas! Gas!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þetta er svo fyndið en samt svo trist. en mér þykir Unnsteinn fjölhæfur, hann bregður sér bæði í hlutverki skríls og bullu...
Já, börn eru svo fordómalaus!
Skrifa ummæli