27. janúar 2009

Skríddu upp úr öskutunnunni

Sjálfstæð hugsun íslenskra fjölmiðla endurspeglast ágætlega í þeirri frétt að erlendir fjölmiðlar reki stjórnarslit á Íslandi til götumótmælanna. Vá! Það voru líka erlendir fjölmiðlar sem lýstu lömun stjórnvalda gagnvart yfirvofandi hruni hins fáránlega stóra bankakerfis sem pólitískri gíslatöku bankanna. Vahá!

Íslenskir fjölmiðlar hafa enn ekki brotist undan forræði flokkanna. Þeir treysta sér ekki til að draga eigin ályktanir, hversu augljósar sem þær kunna að vera. Þeir tína ofan í okkur nestið sem stjórnmálaflokkarnir hafa smurt, flatbrauð með slátri frá einum, vínarbrauðsenda frá öðrum.

Það er talað um að hafa asklok fyrir himin. Íslenskir fjölmiðlar eiga enn eftir að skríða upp úr askinum. Eiga enn eftir að skríða upp úr öskutunninni.

Engin ummæli: