23. janúar 2009

Draumur í framboði

dv.is segir hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn slíti stjórnarsamstarfinu nú í hádeginu. Það væri frábært. Svo segir í sömu spáfrétt að þannig gæti Flokkurinn komið sök á upplausninni á stjórnarheimilinu yfir á Samfylkinguna sem stæði uppi með 17 prósenta fylgi og "svarta pétur" .

Líklega vilja allir kjósendur Samfylkingar í seinustu kosningum og næstum allir "virkir meðlimir" þess sama flokks grundvallarbreytingar á stjórnskipun þessa lands. Og þeir eru reyndar miklu, miklu fleiri. Þessir kjósendur vilja líka aðra skiptingu auðs og byrða í samfélaginu. Var fólk ekki að kjósa lýðræði, siðbót, jöfnuð? Þetta fólk kaus draum. Kjósendur Flokksins kusu valdhafana. Vildu meira af því sama.

Svarti-Pétur Samfylkingar var að fara í stjórn með Flokknum segja sumir. Annars konar stjórn hefði litlu breytt, segi ég. Ekki til langframa. Kerfinu sjálfu þurfti að bylta, kerfinu sem nú hefur hrunið undan sjálfu sér. Svo nú getum við byrja aftur frá grunni.

Heimur Flokksins er hruninn, en draumurinn er ennþá til. Nú er ekkert annað til, það er bara hægt að kjósa draum. Hvort nafnið Samfylking lifir eða deyr skiptir engu máli. Við þurfum nýja stjórnmálaflokk. Tækilega séð myndi það spara tíma og útúrsnúninga að geta notað bréfsefni og skrifstofuaðstöðu Samfylkingar fram að kosningum.

Engin ummæli: