22. nóvember 2008

Safnið stigum, kæru ráðherrar

Ingibjörg kona mín innti mig eftir efni blaðamannafundar Geirs og Sólrúnar í gær. Sem þriðja og síðasta lið nefndi Geir upplýsingavef forsætisráðuneytis. Alltaf að upplýsa almenning, það er móttóið! Af hverju er ekki gerður upplýsingavefur fyrir ráðherra og þigmenn til að upplýsa það fólk um hvernig fólk hefur það svaraði Ib.

Þetta er frábær hugmynd. Vefur handa framkvæmdavaldi gæti líka birt spurningar sem brenna á fólki. Ég sé að ýmsir bloggarar, þmt Egill í Silfrinu, eru að safna slíkum spurningum í sarpinn.
"Safnið stigum, kæru ráðherrar. Það verður hakað við hvert fullnægjandi svar".

Engin ummæli: