Jóni Ásgeiri verður yljað í Brennpunkt norska rískissjónvarpsins. Baugsmannasögu er nú slegið upp á vef NRK http://www.nrk.no/programmer/tv/brennpunkt/1.6322990. Þessa frásögn hafa Íslendingar áður heyrt hjá Sullenberg og Jónínu, sem sagt hafa frá kynnum sínum af Baugsmönnum. Kynnum sem byrjuðu í svo mikilli vinsemd, en snerust upp í fjandskap.
Athyglisvert er að sjá mjög snör viðbrögð ýmissa íslendinga sem gefa umsagnir á heimasíðu NRK. Þeir vísa þegar til stríðsins milli Davíðs og Baugsmanna og efast um vinnubrögð NRK. Telja að Brennpunktfólkið hafi fallið fyrir slefburi. Sem ný heimfluttum frá Noregi kæmi mér á óvart að þessi þáttur væri illa unnin. Brennpunkt fannst mér góður.
En er þetta ekki bara byrjunin á skemmtilegheitunum? Sjáum við ekki hér fingraför hins norska Aristotelesar sem kennir At-Geir Haarde herkænskuna og ætlar að gera hann að Alexander Mikla?
Almenningur er gáttaður á aðgerðaleysi stjórnvalda og skilur ekki hvers vegna ekki er hróflað við neinu,það gæti breyst. Vonandi er leðjuslagurinn byrjaður. Eigi að gera Jón Ásgeir að syndahafri ófaranna munu Baugsmenn svara. Samtryggingin, omerta, sem Egill Helgason talaði um (http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/16/er-hannes-the-fall-guy/) brestur. Þá flýtur hroðinn upp í stórum stíl. Þetta er nauðsynlegur kafli í framvindu sögunnar um hrun Íslands. Það eru sameigninlegir hagsmunir allra, sem eitthvað hafa að fela að garfa ekki í málunum, en forsendan er að allir geti haldið áfram. Það sé eitthvað á því að græða að þegja.
25. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli