18. nóvember 2008

Máninn líður, dauðinn ríður

Hafi einhver haldið að Geir Haarde hefði tak á taumunum við stjórn landsins sýna atburðir dagsins hið gagnstæða. Davíð Oddsson leikur sér eins og köttur að mús við að mana ríkisstjórnina. Nú þegar stjórnin hefur hrakist sneypulega til baka úr öngstræti sem hernaðaráætlun Davíðs kom henni í. Geir rykkir í taumana, en draugurinn tekur á móti. Góðan ásetning Geirs hefur enginn efað, en hver vill láta draug ráða för? Íslensk þjóð er stjörf af ótta.

Það eru margt líkt með leiðtogunum tveimur, Davíð Oddssyni og Jónasi frá Hrfilu. Því miður átti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar engan Hermann og engan Eystein. Þeir eiga hins vegar sinn Tryggva Þórhallsson, Stóra-Núllið.

Engin ummæli: