6. nóvember 2008

Úr svörtu í rautt

Nei, það var ekki líklegt að frestuð dagsetning Alþjóða gjaldeyrissjóðsins stæði, svo ég svari sjálfum mér frá í gær. Nú er talað um mánudag. Finnst mönnum það sennilegt? Stjórn AGS vill ekki samþykkja fyrirliggjandi beiðni. Jónas Kristjánsson, jonas.is, sem hefur hingað til séð biksvart og haft rétt fyrir sér er nú farinn að sjá rautt. Hann sér blóð. Hann segir að byltingin hafi þegar átt sér stað. Valdhafarnir hafi bylt þjóðinni undir belginn á sér. Nú verður sest oná hana og tekinn tvölfaldur Nelson á hausnum.

Það eina jákvæða við þetta er að nú veit maður hver hefur verið völva Vikunnar öll þessi ár.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Jónas hefur ekkert séð nema svart og rautt til skiptis frá því ég man eftir mér. Spurning hvort honum ratist réttur litur á prent í þetta skipti.
kv. Bjöggi