22. mars 2009

Á valdi heimskunnar

Grafið sýnir klikkögu Íslands, erlendar skuldir í áranna rás (sem hlutfall af þjóðarframleiðslu). Eftir mörg ár lítilla breytinga gerist eitthvað um aldamótin. Við sjáum skarpan vöxt, þá veldisvöxt og svo líður að hruni. Virtir geðlæknar segja að íslenskt samfélag hafi orðið manískt. Það er eflaust rétt, en manía eykst ekki með veldisvexti. Þó myndi manía í kanínur gera það væri hún metin út frá fjölda kanína. Grafið sýnir að Íslandsklikkunin var óskapnaður sem óx stjórnlaus af sjálfum sér. Á einhvern hátt höfðu menn hleypt til í bönkunum svo að skuldirnar gátu sjálfar tekið að æxlast. Græðgin var ugglaust mikil, en það skildi enginn vanmeta þátt heimskunnar í klikksögu Íslands.

1 ummæli:

Stefán sagði...

Margur verður af aurum api, segir hið fornkveðna. Þannig að það er spurning hvort kom á undan, heimskan eða peningarnir. En hitt er víst þetta nærist hvort á öðru.