Geir Hilmar Haarde hefur beðið Sjálfstæðismenn afsökunar á mistökum við landstjórnina. Frammistaða forystunnar kemur Flokknum illa í komandi kosningum. Hann drjúpir því höfði frammi fyrir því valdi sem veitti honum brautargengi, en er nú ekki í aðstöðu til að útnefna arftaka hans nema til hálfu leyti. Flokkurinn fær nýjan formann, ekki forsætisráðherra.
En hvað með þjóðina? Hver á að biðja þjóðina afsökunar á þessum afglöpum? Þessu er engan veginn einfalt að svara. Hvor á að afsaka fyrir hvorum og hvor að fyrirgefa hvorum, Flokkurinn eða þjóðin? Mörkin milli þjóðar og Flokks hafa löngum verið óljós. Gamall skólabróðir minn hermdi snilldarvel eftir Geir Hallgrímssyni. Hann fór jafnan með þetta ávarp: "Góðir Íslendingar og aðrir Sjálfstæðismenn!"
26. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli