Það er eins og að vakna hausverkjalaus eftir þriggja mánaða mígrenekast að sjá nýja ríkisstjórn tekna við. Maður liggur enn upp í rúmi og kvíðir því örlítið að fara á fætur. Veit ekki hvað gerist. En er samt verkjalaus, það skiptir öllu.
Forsætisráðherran talaði skiljanlegt mál á sínum fyrsta blaðamannafundi, var hún sjálf eins og sjálfshjálparbækurnar kenna. Við eigum sennilega eftir að heyra Jóhönnu segja meira frá félagslegum úrræðum og tilteknum aðgerðum, eins og verkstjóri á saumatofu tali til saumakvennanna í illa rekinni sjoppu á víðsjárverðum tímum í textílbransanum. Þetta er fínt. Við þolum alveg nokkrar vikur án klókinda og ósannsögli.
Um leið og öll þjóðin andar léttar, nú þegar óbærilegu ástandi linnir, dvín reiði margra. Hvernig andlegu ástandi þjóðarinnar er nú háttað sáum við á skoðanakönnun í dag. Flestir eru óákveðnir, 38% + þau 10% sem vilja sitja heima, en af þessum helmingi sem afstöðu tók völdu flestir Sjálfstæðisflokkinn (sic!). Ástandið er því eins og vænta má eftir voveiflega lífsreynslu: Ringulreið, reiði, afneitun. Mismuandi hvar hver er á vegi staddur. Batahorfurnar líka mismunandi.
Hvað um það, þann 25 apríl n.k. verða fæstir kjósendur komnir með fast land undir fætur og hætt við hausverk í kjörklefanum. Kannski það verði skammlíf ríkisstjórn sem þá fæðist.
3. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jamm, ég tilheyri stærsta flokknum, þeim atkvæðislausu. Spurning hvort manni dugi 80 dagar til að öðlast vitrun.
Skrifa ummæli