25. febrúar 2009

Boðin vinna í Noregi

Ingimundi Friðrikssyni fráfarandi seðlabankastjóra var boðin vinna í Noregi. Ráðgjafahlutverk við norska seðlabankann. Honum líst vel á boðið og er að hugsa um að taka því, en hefur ekki ákveðið sig endanlega. Þetta kom fram í öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær. Það sem hins vegar kom ekki fram, er að mér hefur einnig verið boðin vinna í Noregi. Khatan Al-Azawy yfirlæknir og sviðsstjóri lungnadeildar Haukeland Háskólasjúkrahússins í Björgvin sagði í tölvubréfi að ég væri velkominn til vinnu ef svo færi "að vestanvindarnir bæru mig yfir hafið". Er ég efins um að vinnutilboð Ingimundar hafi verið jafn ljóðrænt. Þótti samt stórfrétt.

3 ummæli:

Stefán sagði...

En er ekki munur á þér á Ingimundi, þar sem núverandi vinnuveitandi hans vill losna við hann? Svo finnst mér þessi yfirlæknir hljóma eins og sheik frá Qatar og spurning hvort þetta er ekki allt runnið undan rifjum Sigurðar Einarsson og þeirra kumpána. Mér finnst það ekki ólíklegra en hvað annað.

Lissy sagði...

I think you should accept the beauty of the invitation as a good sign that this job may not be perfect, it may take some doing, but it will be an adventure you will never forget, a new chapter of your life, new challenges to overcome and new opportunities too. I always believe in grabbing the wind, letting it take you where it is going.

Hans Jakob Beck sagði...

Hér úr vöndu að ráða. Lissy ræður mér að berast með vindinum, en Stefán er allur á varðbergi. Kathan sem reyndar er góður vinur minn er frá Írak.