25. febrúar 2009
Boðin vinna í Noregi
Ingimundi Friðrikssyni fráfarandi seðlabankastjóra var boðin vinna í Noregi. Ráðgjafahlutverk við norska seðlabankann. Honum líst vel á boðið og er að hugsa um að taka því, en hefur ekki ákveðið sig endanlega. Þetta kom fram í öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær. Það sem hins vegar kom ekki fram, er að mér hefur einnig verið boðin vinna í Noregi. Khatan Al-Azawy yfirlæknir og sviðsstjóri lungnadeildar Haukeland Háskólasjúkrahússins í Björgvin sagði í tölvubréfi að ég væri velkominn til vinnu ef svo færi "að vestanvindarnir bæru mig yfir hafið". Er ég efins um að vinnutilboð Ingimundar hafi verið jafn ljóðrænt. Þótti samt stórfrétt.
20. febrúar 2009
Opið bréf til jarðarbúa
Kallið mig Íslending! Ég krýp ekki fyrir neinum. Sjálfstæði og frelsi hef ég tekið mér, ekki þegið. Hendiði gaman að íslenskum her, einum manni undir vopnum. Ég heyri engan hlæja nú þegar ég miða byssunni minni. Sjálfstæði mitt og frelsi kemur úr byssuhlaupinu. Frelsistákn Íslands er hvalskutulinn. Minnsti her í heimi mun hafa sigur.
Jarðarbúar! Gefist upp strax. Ég hef tekið í gíslingu alla þá hvali er synda í landhelgi minni. Ég hika ekki við að skjóta þá, einn af öðrum þar til gengið verður að kröfu minni. Ég vil full yfirráð yfir náttúruauðlindum míns eigin hafs. Að þeim fegnum mun ég skjóta ennþá fleiri hvali.
Jarðarbúar! Gefist upp strax. Ég hef tekið í gíslingu alla þá hvali er synda í landhelgi minni. Ég hika ekki við að skjóta þá, einn af öðrum þar til gengið verður að kröfu minni. Ég vil full yfirráð yfir náttúruauðlindum míns eigin hafs. Að þeim fegnum mun ég skjóta ennþá fleiri hvali.
17. febrúar 2009
Indriðafundir
Ferill minn í stéttabaráttunni var stuttur. Ég sat nokkra mánuði í samninganefnd Læknafélags Íslands fyrir hönd unglækna. Menn gera sér væntanlega grein fyrir að langt er um liðið. Formaður okkar var Sverrir Bergmann, húmorískur og kvikur taugalæknir sem setið hafði á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og hefur eflaust verið fenginn í verkið vegna þekkingar sinnar á stjórnsýslunni og pólitískri refskák. Foringi andstæðinganna, samninganefndar ríkisins, var Indriði Þorláksson, sá ágæti maður sem nú hefur verið kallaður úr pensjón sinni að stýra fjármálaráðneytinu í boði Steingríms Sigfússonar. Hafi Sverrir verið klókur verður honum þó seint jafnað til Indriða.
Nema hvað, þarna sat ég fund eftir fund í afhýsi sem kallað var Hosíló, gömlu fátæklegu timburhúsi sem stóð að baki hins mikla Arnarhváls, eins og Hriflu-Jónasi hafi hreinlega sést yfir að rífa það. Indriði sást hvergi, heldur stýrði nefndinni Gunnar Björnsson, sá sem lengi síðan fyllti föt Indriða sem aðal andskoti ríkisstarfsmanna í launaviðræðum. Sverrir var laus við, átti alltaf einhver brýn erindi hingað og þangað. Hann var kvikur maður á fæti, fótnettur og gekk jafnan í mokkasíum. Fundir þessir voru einhverjir þeir erfiðustu sem ég hef setið. Í upphafi lagði hvor aðili fram sínar kröfur og var úthaf á milli. Svo sátu menn og þögðu. Langtímum saman sátu nefndirnar andspænis hvor annarri og þögðu. Sá sem horft hefur á Gunnar Björnsson þegja heilan dag skilur hvaða mannauð ráðuneyti fjármála á í þeim manni. Í dagslok lá manni við sturlun. Þetta virtist hins vegar lítið bíta á Sverri. Hann hélt sínu létta skapi og káta fasi. Svo loks einn dag eftir langan fund, þar sem ekkert hafði þokast og örvænting var farin að naga hjartað, hóaði Sverrir okkur saman undir húsvegg. Hann leit snöggt á klukkuna eins og undirstrika hversu væri áliðið og sagði "Jæja, nú er orðið tímabært að ganga frá þessu. Ég fer og tala við Indriða". Daginn eftir skrifuðum við undir nýjan kjarasamning.
Þegar þessi saga gerðist hafði ég aldrei heyrt talað um orðræðuna sem heimspekingarnir segja að kenni manni svo margt um þankaganginn í samfélaginu. Þaðan af síður hafði ég heyrt talað um samræðustjórnmál og hafði þó unnið sem liðléttingur hjá stjórnmálfræðiskor Háskóla Íslands á námsárunum. Svona hefur nú heimurinn sótt í sig verið og batnað. Ég hef oft haft það til marks um gamla tímann að tveir kallar hafi gert út um málin sín á milli. Rökræður, samningaviðræður, vinnuhópar og þess háttar atriði verið talin eins konar leiklistarstarfsemi. Í huganum hét slík milliliðalaus afgreiðsla foringjanna indriðafundir.
En hvílíkur barnaskapur var að halda að orðræða um samræðustjórnmál væri til marks um breyttan heim. Indriðafundirnir hafa reynst enn í fullu gildi og hvort sem fótgönguliðarnir eru látnir þegja eða tala, kunna foringjarnir einir að ráða. Loks hefur þó þessi pólitík siglt á sker, eins og sést á skoðanakönnun um traust fólks á stjórnmálamönnum. Fram til þessa þessa hefur hverjum stjórnmálaflokki þótt það mikilvægast að eiga öflugan foringja. Fólk kýs foringja var sagt. Nú raðar almenningur foringjunum, sem haft hafa völdin í eina rófu aftast og forsetinn flýtur með. Og formaður Samfylkingarinnar, sem borinn var til forystu í nafni lýðræðis og samræðustjórnmála stóreykur fylgi flokksins með því loksins, loksins að stíga til hliðar og treysta öðrum.
Nema hvað, þarna sat ég fund eftir fund í afhýsi sem kallað var Hosíló, gömlu fátæklegu timburhúsi sem stóð að baki hins mikla Arnarhváls, eins og Hriflu-Jónasi hafi hreinlega sést yfir að rífa það. Indriði sást hvergi, heldur stýrði nefndinni Gunnar Björnsson, sá sem lengi síðan fyllti föt Indriða sem aðal andskoti ríkisstarfsmanna í launaviðræðum. Sverrir var laus við, átti alltaf einhver brýn erindi hingað og þangað. Hann var kvikur maður á fæti, fótnettur og gekk jafnan í mokkasíum. Fundir þessir voru einhverjir þeir erfiðustu sem ég hef setið. Í upphafi lagði hvor aðili fram sínar kröfur og var úthaf á milli. Svo sátu menn og þögðu. Langtímum saman sátu nefndirnar andspænis hvor annarri og þögðu. Sá sem horft hefur á Gunnar Björnsson þegja heilan dag skilur hvaða mannauð ráðuneyti fjármála á í þeim manni. Í dagslok lá manni við sturlun. Þetta virtist hins vegar lítið bíta á Sverri. Hann hélt sínu létta skapi og káta fasi. Svo loks einn dag eftir langan fund, þar sem ekkert hafði þokast og örvænting var farin að naga hjartað, hóaði Sverrir okkur saman undir húsvegg. Hann leit snöggt á klukkuna eins og undirstrika hversu væri áliðið og sagði "Jæja, nú er orðið tímabært að ganga frá þessu. Ég fer og tala við Indriða". Daginn eftir skrifuðum við undir nýjan kjarasamning.
Þegar þessi saga gerðist hafði ég aldrei heyrt talað um orðræðuna sem heimspekingarnir segja að kenni manni svo margt um þankaganginn í samfélaginu. Þaðan af síður hafði ég heyrt talað um samræðustjórnmál og hafði þó unnið sem liðléttingur hjá stjórnmálfræðiskor Háskóla Íslands á námsárunum. Svona hefur nú heimurinn sótt í sig verið og batnað. Ég hef oft haft það til marks um gamla tímann að tveir kallar hafi gert út um málin sín á milli. Rökræður, samningaviðræður, vinnuhópar og þess háttar atriði verið talin eins konar leiklistarstarfsemi. Í huganum hét slík milliliðalaus afgreiðsla foringjanna indriðafundir.
En hvílíkur barnaskapur var að halda að orðræða um samræðustjórnmál væri til marks um breyttan heim. Indriðafundirnir hafa reynst enn í fullu gildi og hvort sem fótgönguliðarnir eru látnir þegja eða tala, kunna foringjarnir einir að ráða. Loks hefur þó þessi pólitík siglt á sker, eins og sést á skoðanakönnun um traust fólks á stjórnmálamönnum. Fram til þessa þessa hefur hverjum stjórnmálaflokki þótt það mikilvægast að eiga öflugan foringja. Fólk kýs foringja var sagt. Nú raðar almenningur foringjunum, sem haft hafa völdin í eina rófu aftast og forsetinn flýtur með. Og formaður Samfylkingarinnar, sem borinn var til forystu í nafni lýðræðis og samræðustjórnmála stóreykur fylgi flokksins með því loksins, loksins að stíga til hliðar og treysta öðrum.
11. febrúar 2009
Sögulok
Hvernig verður sagan sem lifir af þessum örlagadögum okkar? Sú saga verður sögð öldum saman, spái ég. Þetta er svo stórt dæmi. Ég er þá ekki að tala milljarðana heldur dæmi fyri sögu, dæmisögu. Saga um mannlega smæð á risaskala. En það er ekki bara ófæddar kynslóðir sem þurfa að reiða sig á sögur þegar talið berst að atburðum okkar tíma. Við sjálf þurfum sögu, eins og alltaf. Þegar þú komst heim með klesstan bíl þurfti sögu. Og alltaf þegar saga fer af stað brunar hún rakleiðis að landamærum raunveruleika og skáldskapar og hlykkjast þar eftir óljósum slóða, sem jafnvel sá sem segir, veit ekki alveg hvar liggur. Við lifum alla ævi í einhverri sögu hverjir sem tímarnir eru, sögu sem við hversdagslega megum eða þorum ekki að rjúfa.
Hrunið hefur nú rifið okkur út úr lygasögu sem sögð var allt of lengi og gekk allt of langt. Mörgum leið illa í þessari sögu, hún var fyrir löngu orðin ótrúverðug. Leið fólki til dæmis vel að sjá ríkisbankanna svo augljóslega afhenta völdum bokkum? Óraði þó engan fyrir stórfengleik glæpsins. Nýleg skýrsla hagfræðinganna Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega dregur upp ágæta mynd af nokkrum sterkum þáttum gömlu sögunnar. Blekkingarvefur, lygafjötur!
Nú erum við stödd á einskissagnalandi. Við erum persónur sem stigið hafa út úr sögu sinni á leið inn í nýja og vonandi betri sögu. Og þegar gamall raunveruleiki verður saga, eins og nú gerist, skiptir máli að skilja þá sögu, vegna þess að ný saga ræðst af því hvernig sú gamla er sögð. Í nýrri sögu erum við aftur persónur, ekki áheyrendur, og hún verður raunveruleiki okkar.
En það hlýtur að vera ógnvekjandi tilfinning að missa jörðina undan fótum sér, eins og hendir stóru persónurnar í gömlu sögunni. Vera raunverulegur maður, sem er skrifaður út úr lífi sínu eins og persóna í leikriti. Er nema von að einhverjir þráist við á sviðinu? En persónurnar skrifa ekki söguna, ekki einu sinni kóngar og drottningar hennar. Brotthvarf úr sögunni snýst ekki um sök. Ekki rugla saman refsingu og úreltu hlutverki. Persónurnar sem þóttust harðast ganga fram í glímu við sökudólgana eru jafn afskrifaðar í sínum hlutverkum. Sögunni er lokið, nýr raunveruleiki er önnur saga.
Hrunið hefur nú rifið okkur út úr lygasögu sem sögð var allt of lengi og gekk allt of langt. Mörgum leið illa í þessari sögu, hún var fyrir löngu orðin ótrúverðug. Leið fólki til dæmis vel að sjá ríkisbankanna svo augljóslega afhenta völdum bokkum? Óraði þó engan fyrir stórfengleik glæpsins. Nýleg skýrsla hagfræðinganna Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega dregur upp ágæta mynd af nokkrum sterkum þáttum gömlu sögunnar. Blekkingarvefur, lygafjötur!
Nú erum við stödd á einskissagnalandi. Við erum persónur sem stigið hafa út úr sögu sinni á leið inn í nýja og vonandi betri sögu. Og þegar gamall raunveruleiki verður saga, eins og nú gerist, skiptir máli að skilja þá sögu, vegna þess að ný saga ræðst af því hvernig sú gamla er sögð. Í nýrri sögu erum við aftur persónur, ekki áheyrendur, og hún verður raunveruleiki okkar.
En það hlýtur að vera ógnvekjandi tilfinning að missa jörðina undan fótum sér, eins og hendir stóru persónurnar í gömlu sögunni. Vera raunverulegur maður, sem er skrifaður út úr lífi sínu eins og persóna í leikriti. Er nema von að einhverjir þráist við á sviðinu? En persónurnar skrifa ekki söguna, ekki einu sinni kóngar og drottningar hennar. Brotthvarf úr sögunni snýst ekki um sök. Ekki rugla saman refsingu og úreltu hlutverki. Persónurnar sem þóttust harðast ganga fram í glímu við sökudólgana eru jafn afskrifaðar í sínum hlutverkum. Sögunni er lokið, nýr raunveruleiki er önnur saga.
4. febrúar 2009
Forvarnir gegn sálarháska
Jón Ásgeir Jóhannesson heldur því fram að fyrirsjánlegt gjaldþrot Baugs Group sé vegna einhvers konar starfslokasamnings sem "skilanefnd Sjálfstæðisflokksins" (í Landsbankanum) gerir við hinn brottrekna Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Hvaða fáheyrða þvæla er þetta eiginlega? Hvað fá þeir Ingimundur og Eiríkur fyrir sinn snúð? Verður Fiskbúðin Freyjugötu 1 þvinguð í gjaldþrot fyrir annan og Blómatorgið, Birkimel fyrir hinn?
Það er eins um samsæriskenningar og spádóma, hvoru tveggju er venjulega hreint bull, en samt ómótstæðilegt sumu fólki. Sjálfur féll ég í þá freistni á þessu bloggi mínu að spá leðjuslag, sem aldrei varð. Þetta var um miðjan nóvember og norska sjónvarpið sýndi þátt um Baug sem varð mér tilefni til að spyrja hvort þetta væri liður í því að beina athyglinni að Jóni Ásgeiri fremur en öðrum persónum og leikendum hrunsins . Ég féll sem sagt í samsæriskenningafreistnina líka. Sagði sem svo, að sameiginlegir hagsmunir gætu fengið svarna óvini til að þegja, en þegar engu væri lengur að tapa kæmi hroðinn upp á yfirborðið. Mér finnst nú kjánalegt að hafa fallið í þá gryfju að fara með spádóma um upplausn einhverrar ímyndaðrar þagnarmafíu, omerta, sem ég hef engin rök fyrir. Og mér leiðist líka, eins og flestum, óendanlega þessi sturlungaöld Jóns og Davíðs. Ég veit því ekki af hverju ég er að skrifa um kauða, en held að sálfræðilegir varnarhættir komi málinu við.
Jón Ásgeir kastar hanskanum. Fólk virðast trúa að þessu verði svarað. Senn mun smjörfjallið gjósa, skrifar einhver í dag. Smjörfallið Davíð. Mann hryllir við tilhugsunni um enn einn kafla þessarar ömurlegu sögu. Í þetta skiptið ætla ég engu að spá um leðjuslag þeirra stórbokkanna eða annarra. Orðum Jóns Ásgeirs þarf heldur ekki að svara. En verði það á okkur lagt, og hér koma varnarhættirnir til sögunnar, skulum við líta á það sem nauðsynlega hreinsun. Sem lið í endurnýjuninni. Við erum að skipta um innréttingu og þetta er skíturinn bak við eldavélina.
Það er eins um samsæriskenningar og spádóma, hvoru tveggju er venjulega hreint bull, en samt ómótstæðilegt sumu fólki. Sjálfur féll ég í þá freistni á þessu bloggi mínu að spá leðjuslag, sem aldrei varð. Þetta var um miðjan nóvember og norska sjónvarpið sýndi þátt um Baug sem varð mér tilefni til að spyrja hvort þetta væri liður í því að beina athyglinni að Jóni Ásgeiri fremur en öðrum persónum og leikendum hrunsins . Ég féll sem sagt í samsæriskenningafreistnina líka. Sagði sem svo, að sameiginlegir hagsmunir gætu fengið svarna óvini til að þegja, en þegar engu væri lengur að tapa kæmi hroðinn upp á yfirborðið. Mér finnst nú kjánalegt að hafa fallið í þá gryfju að fara með spádóma um upplausn einhverrar ímyndaðrar þagnarmafíu, omerta, sem ég hef engin rök fyrir. Og mér leiðist líka, eins og flestum, óendanlega þessi sturlungaöld Jóns og Davíðs. Ég veit því ekki af hverju ég er að skrifa um kauða, en held að sálfræðilegir varnarhættir komi málinu við.
Jón Ásgeir kastar hanskanum. Fólk virðast trúa að þessu verði svarað. Senn mun smjörfjallið gjósa, skrifar einhver í dag. Smjörfallið Davíð. Mann hryllir við tilhugsunni um enn einn kafla þessarar ömurlegu sögu. Í þetta skiptið ætla ég engu að spá um leðjuslag þeirra stórbokkanna eða annarra. Orðum Jóns Ásgeirs þarf heldur ekki að svara. En verði það á okkur lagt, og hér koma varnarhættirnir til sögunnar, skulum við líta á það sem nauðsynlega hreinsun. Sem lið í endurnýjuninni. Við erum að skipta um innréttingu og þetta er skíturinn bak við eldavélina.
3. febrúar 2009
Hausverkur
Það er eins og að vakna hausverkjalaus eftir þriggja mánaða mígrenekast að sjá nýja ríkisstjórn tekna við. Maður liggur enn upp í rúmi og kvíðir því örlítið að fara á fætur. Veit ekki hvað gerist. En er samt verkjalaus, það skiptir öllu.
Forsætisráðherran talaði skiljanlegt mál á sínum fyrsta blaðamannafundi, var hún sjálf eins og sjálfshjálparbækurnar kenna. Við eigum sennilega eftir að heyra Jóhönnu segja meira frá félagslegum úrræðum og tilteknum aðgerðum, eins og verkstjóri á saumatofu tali til saumakvennanna í illa rekinni sjoppu á víðsjárverðum tímum í textílbransanum. Þetta er fínt. Við þolum alveg nokkrar vikur án klókinda og ósannsögli.
Um leið og öll þjóðin andar léttar, nú þegar óbærilegu ástandi linnir, dvín reiði margra. Hvernig andlegu ástandi þjóðarinnar er nú háttað sáum við á skoðanakönnun í dag. Flestir eru óákveðnir, 38% + þau 10% sem vilja sitja heima, en af þessum helmingi sem afstöðu tók völdu flestir Sjálfstæðisflokkinn (sic!). Ástandið er því eins og vænta má eftir voveiflega lífsreynslu: Ringulreið, reiði, afneitun. Mismuandi hvar hver er á vegi staddur. Batahorfurnar líka mismunandi.
Hvað um það, þann 25 apríl n.k. verða fæstir kjósendur komnir með fast land undir fætur og hætt við hausverk í kjörklefanum. Kannski það verði skammlíf ríkisstjórn sem þá fæðist.
Forsætisráðherran talaði skiljanlegt mál á sínum fyrsta blaðamannafundi, var hún sjálf eins og sjálfshjálparbækurnar kenna. Við eigum sennilega eftir að heyra Jóhönnu segja meira frá félagslegum úrræðum og tilteknum aðgerðum, eins og verkstjóri á saumatofu tali til saumakvennanna í illa rekinni sjoppu á víðsjárverðum tímum í textílbransanum. Þetta er fínt. Við þolum alveg nokkrar vikur án klókinda og ósannsögli.
Um leið og öll þjóðin andar léttar, nú þegar óbærilegu ástandi linnir, dvín reiði margra. Hvernig andlegu ástandi þjóðarinnar er nú háttað sáum við á skoðanakönnun í dag. Flestir eru óákveðnir, 38% + þau 10% sem vilja sitja heima, en af þessum helmingi sem afstöðu tók völdu flestir Sjálfstæðisflokkinn (sic!). Ástandið er því eins og vænta má eftir voveiflega lífsreynslu: Ringulreið, reiði, afneitun. Mismuandi hvar hver er á vegi staddur. Batahorfurnar líka mismunandi.
Hvað um það, þann 25 apríl n.k. verða fæstir kjósendur komnir með fast land undir fætur og hætt við hausverk í kjörklefanum. Kannski það verði skammlíf ríkisstjórn sem þá fæðist.
1. febrúar 2009
Fagna ég mjöll sem fellur
Fátt veður slær út fagra vetrardaga. Birtan er svo sterk að heilabörkurinn exponerast og fixerast eins og svarthvít filma. Svona voru vetur bernskunnar finnst manni. Snjókoma kveikir líka hjá mér sérstaklega sterka tilfinningu og stundum örlitla desjavú-angan. Þegar þessi snjór féll, sem nú liggur yfir Reykjavík kviknuðu skyndilega í huga mér myndir frá góðri gönguferð á Ulriken um páskana í fyrra. Í Bergen bindur maður á sig skó eða skíði heima og er á öræfum eftir tuttugu mínútur.
Fyrir mörgum árum, á göngu minni um Norðurmýrina eitt sunnudagskvöld, byrjaði allt í einu að snjóa af sérstökum ákafa. Þungar, stórar flyksur féllu til jarðar í blanka logni og fyrr er varði var allt orðið alhvítt af snjó. Fegurð stundarinnar leiddi göngu mína fram á nótt og það var ógerlegt annað en að yrkja. Stemmningin kallaði á fornan hátt.
Fagna ég mjöll sem fellur
fögur á nætur stræti.
Þagnar þjóð í logni
þreytu er svefnins leitar.
Óspjölluð mjöllin að morgni
marin er fótum offari.
Fyrir mörgum árum, á göngu minni um Norðurmýrina eitt sunnudagskvöld, byrjaði allt í einu að snjóa af sérstökum ákafa. Þungar, stórar flyksur féllu til jarðar í blanka logni og fyrr er varði var allt orðið alhvítt af snjó. Fegurð stundarinnar leiddi göngu mína fram á nótt og það var ógerlegt annað en að yrkja. Stemmningin kallaði á fornan hátt.
Fagna ég mjöll sem fellur
fögur á nætur stræti.
Þagnar þjóð í logni
þreytu er svefnins leitar.
Óspjölluð mjöllin að morgni
marin er fótum offari.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)