2. apríl 2009

Íslands feilspekúlering

Ég las heimsku út úr myndinni af klikksögu Íslands. Ég átti þar við, að á einhverjum tímapunkti hafi atburðarásin hrifsað stjórnina úr höndum þeirra sem héldu sig ráða. Þeir hefðu verið að fikta við hluti sem þeir réðu ekki við. Nú stígur fram hagfræðingur sem segir að Seðlabankinn hafi af heimsku gert hlut þjóðarinnar stórum verri en annars hefði þurft að vera. Hagfræði 101: Hygginn maður tekur í verðmætum veð. Það lítur því út fyrir að heimskan hafi ekki bara hrundið hruninu af stað heldur hafi heimskan svo gert illt verra þegar í óefni var komið.

Voru það mennirnir sem brugðust eða stefnan spurðu menn í Sjálfstæðisfloknum og svöruðu upp á fimm komma núll. Auðvitað er rétt svar að það var hvoru tveggja, menn og stefna. En spurningin er góð: menn eða stefna? Í útlöndum hafa fjámálakerfin siglt strand eftir sömu stefnu og hér, en löndin samt ekki hrunið. Við Íslendingar höfum nefnilega heimskuna fram yfir hina. Íslandsheimskan virðist því vera áhugavert rannsóknarefni og verst hvað Íslensk erfðagreining á bágt núna, kynni einhver að hugsa. En heimska okkar hefur ekkert með genin að gera. Hins vegar kann fámennið að skipta máli. Þjóðin er svo lítil að það er ekki sjálfgefið að hér sé til staðar fólk sem hefur burði í ýmiss snúin stöf. Það er ekkert grín að halda flóknu samfélagi í góðu standi í heimi sem er sífellt verður tæknilegri og flóknari. Það gerir málið ennþá verra fyrir okkur, að fámennið með klíkuskap og nebútisma ýtir undir að einmitt grínistarnir veljast í erfiðustu stöfin. Samt höfum við í raun ekki efni öðru en tefla alls staðar fram okkar færasta fólki.

Hinn brúnaþungi, finnski heimspekingur Georg Henrik von Wright var ekki bjartsýnn í bók sinni "Vetenskapen och förnuftet" sem kom út 1986. Hann rekur hugmyndasögu Vesturlanda og sér ljón á veginum framundan. Umfjöllun hans um umhverfismál hefur spámannlegan kraft lesin nú, en það er fleira sem vekur honum ugg. Stöðugt tæknilegri og flóknari samfélagsgerð kallar á sterkara og sterkara sérfræðingaveldi. Þetta verður um leið ógnun við lýðræðið, því hinir pólitísku fulltrúar þurfa reiða sig á sérfræðingana. Litlar þjóðir, með fáa sérfræðinga og litla burði í rannsóknum og þekkingarleit lenda í vanda. Tilvist þeirra getur meira að segja verið ógnað. Það er athyglisvert að lesa þessi orð nú, einkum fyrir Íslendinga:

"Ákvarðanamistök geta orðið heilum þjóðum örlagarík. Þannig fer vísinda- og tækniþekkingin að vega þyngst við ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar. Hér kemur í ljós hve "tæknileg nauðhyggja" ræður miklu í samfélagsþróuninni. Æðsu ráðamenn gera sér iðulega ekki grein fyrir hagsmum (óskum) hverra þeir þjóna. Óljósum hagsmunum þjóðarinnar (fólksins, samfélagsins) eða þrengri og betur skilgreindum hagsmunum sérfræðinga, markaðsmanna og framleiðenda? Valið er bara í orði kveðnu, ákvörðunin er í raun þvinguð fram af aðstæðunum." (síða 139-140).

(Feilinvesteringar kan visa sig vara ödersdigra nationella misstag. Sålunda får det tekniskt-vetenskapliga kunnandet ett avgörende ord i det beslut, som styr nationernas öden. Häri visar sig "det teknologiska imperativets" dirigerande roll i samhällsutveclingen. De högste beslutsfattarana kan ofta inte längre bedömma vems intressen (önskningar) deres beslut tillmötesgaar: "folkets" (nationens, samhällets) obestämde eller experternas, marknadsförarnas och producentarenas mera begrensede men därför i regel bättre definerade maalsettningar. Beslutet ar bara skenbart fritt och i själva verket framtvigat av "omstendigheterna").

2 ummæli:

Stefán sagði...

Það er ekkert léttmeti sem þú hefur á náttborðinu! Ég þarf nú að klára Ísfólkið áður en ég legg í þessa bók. Okkur fíflunum til varnar má benda á að mesti og óumdeildasti sérfræðingur allra tíma í efnahagsmálum var alveg þar til í fyrra Alan Greenspan, sem nú er almennt viðurkenndur sem helsti arkitekt fjármálahrunsins. Þannig að snilld gærdagsins getur orðið að fíflsku dagsins í dag og kannski að heimsmetsheimska okkar verði einhvern daginn að mestu snilld. Það væri þó heimskulegt að veðja á það.

Nafnlaus sagði...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.