17. desember 2008

Trojuhestar mótmælanna

Það er rót á fólki um þessar mundir og fróðlegt að sjá marga troða marvaðann og leita nýrrar hafnar. Mér sýnist því miður ferskleikinn, sem fylgdi skipbrotinu fara þverrandi. Fyrst voru allir í sjónum og maður hélt að sú líkn leggðist með þraut, að gömlu fylkingarnar liðu undir lok. Öll ósöpin væru jafnvel til vinnandi ef sú yrði raunin. Nú eru fylkingar aftur að verða til. Fólk sem hefur ekkert fram að færa annað en sitt beyglaða sjálfsmat. Það eru margir nýþvegnir fyrirferðamiklir. Fólk sem nær athyglinni með upphrópunum gegn einhverri syndugri fylkingu, en voru þar jafnvel innstu koppar í búri áður. Fólk sem fékk ekki sitt eða er á flótta undan kjölsoginu.

Við þurfum nýtt fólk. Venjulegt fólk með heilbrigða sjálfsmynd, sem gerir það hæft til að vinna að hagsmunum heildarinnar. Venjulegt fólk með eðilegt siðferði vinnur venjulegu fólki eins og þér og mér og öllum hinum gagn. Verum á varðbergi gagnvart þeim sem nota sér mótmælaölduna til að komast í sigurlið sem það telur eða snúa við taflinu. Bara fólk í liði með sjálfu sér og samvisku sinni er í þínu liði.

2 ummæli:

Elísabet sagði...

viltu nefna einhver dæmi?

Hans Jakob Beck sagði...

Er Sullenberger og Jónína hugsjónafólk fyrir íslenskan almenning? Er Óla Birni umhugað um viðskiptasiðferði almennt eða fof siðferði tiltekinna manna? Er Reynir Traustason maður fólksins eða fólsins? Os frv og frv Maður hneykslaðist á því að stjórnmálamenn skyldu ekki víkja flokkshagmunum til hliðar þegar hrunið varð. Þeir eru vissulega fleiri sem hugsa frekar um að ríða á öldunni.