16. mars 2010

Opið bréf til hugsjónamanna

"Þarna var hann þá loksins kominn í eigin söguperónu, hinn ómissandi Nosferatu, Skrattinn sjálfur" sagði ég í síðasta pistli um þennan Alex Jurshevski. Fjölmiðlarnir, sem slóu honum upp á sunnudagskvöldi sem miklum sérfræðingi slá honum upp á þriðjudagskvöldi sem fjármagnsvampíru og hrungammi.

Sjáið nú þetta, fyrir tilstilli stjórnmálmanna sem sumir smyrja og sumir sleikja klípuna á skottinu nær þessi bölvun, Icesave, að magnast upp í slíkt hugarvíl að forsetinn, þingmenn og seinast ráðherra gera hróp að Norðurlöndunum. Evrópusambandið er útmálað kúgunarskrifstofa stórveldanna og dregin sú ályktun af öllu saman að reka beri AGS úr landi. Við hrekjum frá okkur vini, við lokum á sennilegar lausnir á deilumáli okkar og við beinlínis heimtum að standa ein. Frekar alein í heiminum, en að samþykkja Icesave kúgunina.
Og um götur Reykjavíkur ganga nú menn eins og Alex Jurshevski. Þér hugsjónamenn: til hvers er barist, til hvers er barist?

Engin ummæli: