21. ágúst 2009

Leyfi veitt, nema leyfi hafi fengist fyrir banni

Skólabróðir minn í menntaskóla fékk sumarvinnu við stíflugerð. Nýliðarnir á virkjanasvæðinu voru settir inn í djobbið af sköruglegum verkjstjóra. "Á þessum vinnustað er góður mórall..." sagði hann í lokin "....og ef einhver er ekki með góðan móral verður hann rekinn".

"Agi verður að vera" sagði góði dátinn Sveik. Það er gildir alls staðar, líka þegar krafan um góðan móral og umburðarlyndi er annars vegar. Skítamórall er bannaður, heyriði það moðhausarnir ykkar.

Það er skítamórall að vera með nefið ofaní hvers manns koppi og það er skítamórall þegar ríkisreknir meðaljónar eru hafðir til að leggja stein í götu dugandi fólks. Til þess að bæta úr þessu var sett á laggirnar nefnd, Karlanefndin. Það skildi enginn setja af stað eftirlit og afskifti nema hafa til þess fengið leyfi hjá Karlanefndinni, Eftirlitseftirliti Ríkisins. Sighvatur krati greinir frá

Engin ummæli: