Framsóknarflokkurinn er með framsæknasta PR-listamannin. Fyrir síðustu kosningar var flokkurinn seldur unga fólkinu. Fannst ykkur það ekki snjallt? Sú fáránlega hugmynd að Framsókn væri svalasti flokkurinn sló hina út af laginu. En í augum ungdómsins er heimurinn alltaf nýr og x-bé hugmyndin ekkert fáránleg.
Nú er annað snilldartriði í gangi. Óvænt kosningaloforð á síðustu stundu: Nýtt hrun.
24. apríl 2009
21. apríl 2009
Stundin er komin
Áður fyrr var ég andsnúinn umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Man að einhver kallaði mig þjóðernisíhaldsmann á háskólaárunum. Ég var á móti aðild vegna þess að mér fannst að þá myndi Ísland ekki ráða sér sjálft. Var undir áhrifum tveggja Jónasa, annars frá Hrauni hins frá Hriflu. Sá síðarnefndi ritaði Íslandssögu fyrir börn, sem svei mér þá virðist enn ráða söguskoðun þorra Íslendinga. Síðar komst ég á þá skoðun að aðild að Evrópusambandinu væri óumflýjanleg og er nú löngu búinn að sætta mig við tilhugsunina. Afstaða mín byggir ekki á neinni aðdáun á þessu fyrirtæki og hún byggir heldur ekki á neinni Brusselglýju, þó ég hafi búið þar einn góðan vetur hér um árið. Afstaða mín hefur sennilega mest mótast af örlítið meiri lestri Íslandssögu.
Þó sagnfræði Jónasar frá Hriflu sé skemmtileg, einkum fyrir únga dreingi og rómantísk þjoðernishyggja Fjölnismanna menningarlegur hornsteinn eru þetta slakir pólitískir manúelar. Íslendingar hafa alltaf verið undir ægishjálmi stórvelda og verða það áfram meðan hér er eftir einhverju að slægjast. Og viðskipti við útlönd hafa alltaf ráðið auðnu þessa lands. Ég sá því Evrópusambandsaðild ritaða á vegginn fyrir löngu. Viðskiptin myndu reynast rómantíkinni sterkari og við því væri hreint ekkert að segja. Og enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland. Smám saman sætti ég mig við þessa hugsun svo að þegar ég var beðinn um að skrifa undir sammála.is var því fljótsvarað. Samningaviðræður, svo þjóðaratkvæði: Sammála.
Nú er stundin er komin. Fyrr og verr en nokkurn gat grunað. Í raun er ekkert val, Ísland þarf að leita skjóls. Það er ekki einu sinni val um að vera ósammála, nema bara í nefinu. Þetta er að renna upp fyrir fólki. Tillaga Sjálfstæðisflokksins að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verði beðinn um að láta leyfa okkur að nota evru!! segir allt sem segja þarf um valkostina. Okkur stendur ekki einu sinni til boða að taka upp rúblu. Teningunum er kastað. Við reyndar misstum þá úr höndunum, en verðum að hlíta kasti engu að síður.
Þó sagnfræði Jónasar frá Hriflu sé skemmtileg, einkum fyrir únga dreingi og rómantísk þjoðernishyggja Fjölnismanna menningarlegur hornsteinn eru þetta slakir pólitískir manúelar. Íslendingar hafa alltaf verið undir ægishjálmi stórvelda og verða það áfram meðan hér er eftir einhverju að slægjast. Og viðskipti við útlönd hafa alltaf ráðið auðnu þessa lands. Ég sá því Evrópusambandsaðild ritaða á vegginn fyrir löngu. Viðskiptin myndu reynast rómantíkinni sterkari og við því væri hreint ekkert að segja. Og enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland. Smám saman sætti ég mig við þessa hugsun svo að þegar ég var beðinn um að skrifa undir sammála.is var því fljótsvarað. Samningaviðræður, svo þjóðaratkvæði: Sammála.
Nú er stundin er komin. Fyrr og verr en nokkurn gat grunað. Í raun er ekkert val, Ísland þarf að leita skjóls. Það er ekki einu sinni val um að vera ósammála, nema bara í nefinu. Þetta er að renna upp fyrir fólki. Tillaga Sjálfstæðisflokksins að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verði beðinn um að láta leyfa okkur að nota evru!! segir allt sem segja þarf um valkostina. Okkur stendur ekki einu sinni til boða að taka upp rúblu. Teningunum er kastað. Við reyndar misstum þá úr höndunum, en verðum að hlíta kasti engu að síður.
2. apríl 2009
Íslands feilspekúlering
Ég las heimsku út úr myndinni af klikksögu Íslands. Ég átti þar við, að á einhverjum tímapunkti hafi atburðarásin hrifsað stjórnina úr höndum þeirra sem héldu sig ráða. Þeir hefðu verið að fikta við hluti sem þeir réðu ekki við. Nú stígur fram hagfræðingur sem segir að Seðlabankinn hafi af heimsku gert hlut þjóðarinnar stórum verri en annars hefði þurft að vera. Hagfræði 101: Hygginn maður tekur í verðmætum veð. Það lítur því út fyrir að heimskan hafi ekki bara hrundið hruninu af stað heldur hafi heimskan svo gert illt verra þegar í óefni var komið.
Voru það mennirnir sem brugðust eða stefnan spurðu menn í Sjálfstæðisfloknum og svöruðu upp á fimm komma núll. Auðvitað er rétt svar að það var hvoru tveggja, menn og stefna. En spurningin er góð: menn eða stefna? Í útlöndum hafa fjámálakerfin siglt strand eftir sömu stefnu og hér, en löndin samt ekki hrunið. Við Íslendingar höfum nefnilega heimskuna fram yfir hina. Íslandsheimskan virðist því vera áhugavert rannsóknarefni og verst hvað Íslensk erfðagreining á bágt núna, kynni einhver að hugsa. En heimska okkar hefur ekkert með genin að gera. Hins vegar kann fámennið að skipta máli. Þjóðin er svo lítil að það er ekki sjálfgefið að hér sé til staðar fólk sem hefur burði í ýmiss snúin stöf. Það er ekkert grín að halda flóknu samfélagi í góðu standi í heimi sem er sífellt verður tæknilegri og flóknari. Það gerir málið ennþá verra fyrir okkur, að fámennið með klíkuskap og nebútisma ýtir undir að einmitt grínistarnir veljast í erfiðustu stöfin. Samt höfum við í raun ekki efni öðru en tefla alls staðar fram okkar færasta fólki.
Hinn brúnaþungi, finnski heimspekingur Georg Henrik von Wright var ekki bjartsýnn í bók sinni "Vetenskapen och förnuftet" sem kom út 1986. Hann rekur hugmyndasögu Vesturlanda og sér ljón á veginum framundan. Umfjöllun hans um umhverfismál hefur spámannlegan kraft lesin nú, en það er fleira sem vekur honum ugg. Stöðugt tæknilegri og flóknari samfélagsgerð kallar á sterkara og sterkara sérfræðingaveldi. Þetta verður um leið ógnun við lýðræðið, því hinir pólitísku fulltrúar þurfa reiða sig á sérfræðingana. Litlar þjóðir, með fáa sérfræðinga og litla burði í rannsóknum og þekkingarleit lenda í vanda. Tilvist þeirra getur meira að segja verið ógnað. Það er athyglisvert að lesa þessi orð nú, einkum fyrir Íslendinga:
"Ákvarðanamistök geta orðið heilum þjóðum örlagarík. Þannig fer vísinda- og tækniþekkingin að vega þyngst við ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar. Hér kemur í ljós hve "tæknileg nauðhyggja" ræður miklu í samfélagsþróuninni. Æðsu ráðamenn gera sér iðulega ekki grein fyrir hagsmum (óskum) hverra þeir þjóna. Óljósum hagsmunum þjóðarinnar (fólksins, samfélagsins) eða þrengri og betur skilgreindum hagsmunum sérfræðinga, markaðsmanna og framleiðenda? Valið er bara í orði kveðnu, ákvörðunin er í raun þvinguð fram af aðstæðunum." (síða 139-140).
(Feilinvesteringar kan visa sig vara ödersdigra nationella misstag. Sålunda får det tekniskt-vetenskapliga kunnandet ett avgörende ord i det beslut, som styr nationernas öden. Häri visar sig "det teknologiska imperativets" dirigerande roll i samhällsutveclingen. De högste beslutsfattarana kan ofta inte längre bedömma vems intressen (önskningar) deres beslut tillmötesgaar: "folkets" (nationens, samhällets) obestämde eller experternas, marknadsförarnas och producentarenas mera begrensede men därför i regel bättre definerade maalsettningar. Beslutet ar bara skenbart fritt och i själva verket framtvigat av "omstendigheterna").
Voru það mennirnir sem brugðust eða stefnan spurðu menn í Sjálfstæðisfloknum og svöruðu upp á fimm komma núll. Auðvitað er rétt svar að það var hvoru tveggja, menn og stefna. En spurningin er góð: menn eða stefna? Í útlöndum hafa fjámálakerfin siglt strand eftir sömu stefnu og hér, en löndin samt ekki hrunið. Við Íslendingar höfum nefnilega heimskuna fram yfir hina. Íslandsheimskan virðist því vera áhugavert rannsóknarefni og verst hvað Íslensk erfðagreining á bágt núna, kynni einhver að hugsa. En heimska okkar hefur ekkert með genin að gera. Hins vegar kann fámennið að skipta máli. Þjóðin er svo lítil að það er ekki sjálfgefið að hér sé til staðar fólk sem hefur burði í ýmiss snúin stöf. Það er ekkert grín að halda flóknu samfélagi í góðu standi í heimi sem er sífellt verður tæknilegri og flóknari. Það gerir málið ennþá verra fyrir okkur, að fámennið með klíkuskap og nebútisma ýtir undir að einmitt grínistarnir veljast í erfiðustu stöfin. Samt höfum við í raun ekki efni öðru en tefla alls staðar fram okkar færasta fólki.
Hinn brúnaþungi, finnski heimspekingur Georg Henrik von Wright var ekki bjartsýnn í bók sinni "Vetenskapen och förnuftet" sem kom út 1986. Hann rekur hugmyndasögu Vesturlanda og sér ljón á veginum framundan. Umfjöllun hans um umhverfismál hefur spámannlegan kraft lesin nú, en það er fleira sem vekur honum ugg. Stöðugt tæknilegri og flóknari samfélagsgerð kallar á sterkara og sterkara sérfræðingaveldi. Þetta verður um leið ógnun við lýðræðið, því hinir pólitísku fulltrúar þurfa reiða sig á sérfræðingana. Litlar þjóðir, með fáa sérfræðinga og litla burði í rannsóknum og þekkingarleit lenda í vanda. Tilvist þeirra getur meira að segja verið ógnað. Það er athyglisvert að lesa þessi orð nú, einkum fyrir Íslendinga:
"Ákvarðanamistök geta orðið heilum þjóðum örlagarík. Þannig fer vísinda- og tækniþekkingin að vega þyngst við ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar. Hér kemur í ljós hve "tæknileg nauðhyggja" ræður miklu í samfélagsþróuninni. Æðsu ráðamenn gera sér iðulega ekki grein fyrir hagsmum (óskum) hverra þeir þjóna. Óljósum hagsmunum þjóðarinnar (fólksins, samfélagsins) eða þrengri og betur skilgreindum hagsmunum sérfræðinga, markaðsmanna og framleiðenda? Valið er bara í orði kveðnu, ákvörðunin er í raun þvinguð fram af aðstæðunum." (síða 139-140).
(Feilinvesteringar kan visa sig vara ödersdigra nationella misstag. Sålunda får det tekniskt-vetenskapliga kunnandet ett avgörende ord i det beslut, som styr nationernas öden. Häri visar sig "det teknologiska imperativets" dirigerande roll i samhällsutveclingen. De högste beslutsfattarana kan ofta inte längre bedömma vems intressen (önskningar) deres beslut tillmötesgaar: "folkets" (nationens, samhällets) obestämde eller experternas, marknadsförarnas och producentarenas mera begrensede men därför i regel bättre definerade maalsettningar. Beslutet ar bara skenbart fritt och i själva verket framtvigat av "omstendigheterna").
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)