29. október 2008

Kreppa, lýðheilsa og einfaldar lausnir

Skelfingar efnahagskreppunar eru handan við hornið. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, spáir 10% rýrnun þjóðartekna. Það yrði jafnkröpp niðursveifla og í Finnlandi í byrjun 10. áratugarins. Svona er spáin, hverning verður raunin? En hvernig fer slík kreppa með heilsufar þjóðarinnar? Svo einkennilegt sem það virðist þá benda margar rannsóknir til að efnahagskreppur bæti heilsufarið. Kannski menn borði minna og hollar, hreyfi sig meira, reyki minna. Kannski fólk hlúi betur að öðrum. Þetta er hins vegar ekki einhlýt niðurstaða, rannsóknir stangast á. Í fyrra birtist rannsókn um tengsl efnahags og heilsu í ESB löndunum sem þóttist slá niður með myndugleik þessa kenningu. Samanburður milli landa sýndi sterk tengsl dánartíðni vegna margvíslegra sjúkdóma og efnahagslægðar. Víst er það vont fyrir heilsu þjóðar að ganga í gegn um efnahagskreppu sögðu höfundarnir. Reyndar er forvitnilegt að skoða niðurstöðurnar aðeins nánar. Það sem reynist þjóðunum hollast, er lang sterkasti jákvæði þátturinn, er sem sagt áfengisneysla! Þá vaknar sú spurning hvort maður eigi bara að detta íða. Gæti verið efni í "letter to the editor".

Engin ummæli: