Í tilefni dagsins er pistill eftir Bólu-Hjálmar. "Viðureign Gamla bónda og Hollendinga" úr "Þáttur af Gamla Péurssyni", Amma I. Þjóðleg fræði og skemmtun. Finnur Sigmundsson, Reykjavík 1935-40
Þess er getið eitt sumar, að Gamli bóndi reri til fiskjar innan af Eyjafirði norður á svokölluð Ólafsfjarðarmið. Hann var við sjötta mann..........sáu þeir í Djúpunum hvar hollensk dugga var að fiski. Gamli mælti við menn sína: "Vér skulum finna fiksiskip þetta og fá okkur í skálinni gott vín..".....Þeir Gamli festu skip sitt við dugguna og gengu upp. Hollendingar fögnuðu þeim vel sem þeim var títt. Voru þeir 10 eða 12 að tölu. Gamli litast nú víða um á skipinu og sér þar margskyns gæði. Kemur honum til hugar að hertaka skipið og flytja inn á Eyjafjörð. Veit hann að það er óheilagt undir danska krónu hér við land. Ræðir hann þetta við menn sína hljóðlega og verða þeir allir á það sáttir. Síðan tekur hann þá hollensku og færir í bönd utan stýrimanninn einn lét hann lausan og setjast að stjórn......Stýrði sá útlenski þó nauðugur væri, en Gamli og menn hans settust að drykkju og héldu sér veizlu góða af efnum skipsmanna. ........
...Gekk nú ferðin harðlega inn á Eyjafjörð, en er kom inn í Bakka-ála sáu þeir Gamli hvar tvær duggur hollenzkar komu eftri þeim á mestu hraðsiglingu og höfðu uppi alla toppa......Hann mælti við sína menn að þeir skildu allir 5 verja annað borð skipsins....en kvaðst sjálfur annað borðið verja meðan kostur væri. Þeir aðkomnu spurðu Gamla, hvort hann vildi ekki gefa upp skipið og leysa þá bundnu heldur en leggja sig og sína menn í hættur og sæta síðan afarkostum. Gamli kvað það engan kost að óreyndu, og dugi nú hver sem má og falli heldur með drengskap, ef falla skal......Stóð bardaginn lengi dags. En svo kom um síðir, að upp var gengið á það borðið er hásetar Gamla vörðu, og urðu þeir handteknir og bundnir. Voru þá fljótt og leystir allir þeir hollensku og gengu þeir í lið með löndum sínum. Var nú sótt að Gamla með liðsfjölda öllu megin....Var hann nú handtekinn og síðan bundinn. Var hann móður mjög en lítt meiddur, en flestir þeir er á fundinum voru, sættu meiðslum og skaða. og mælt er að tveir menn af Hollendingum hafi bana hlotið.
Nú var um rætt, hvert starff Gamli skyldi þola fyrir tiltæki sitt og var það úrskurður eftir fornum skipalögum að hann skyldi dragast þrisvar undir kjölu og síðan frígefast, ef hann af lifði, en það var fárra sem engra af að lifa. Var nú straffi þessu fullnægt, og kom Gamli upp með lífi í þriðja sinn. Var hann þá þrekaður mjög, og er mælt að hann hafi þá beðið að höggva af sér höfuðið sem snarast. Þeim Hollendingum þóttu mjög firn í vera, hvað sá maður afbar og ekki minna um hans hugprýði og hetjulega vörn. Var hann nú með öllu laus gefinn og menn hans, og síðan var hann sæmdur virðulegum gjöfum af öllum skipum fyrir hetjuskap sinn og stórmannlegt tiltæki. Sór hann þeim eið, að hann skyldi aldrei glettast við Hollendinga framar......Varð saga þessi víðfræg, jafnvel erlendis, og þótti flestum sem enn byggi norðmannasál í víkingshjarta á Íslandi.
9. desember 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli