Fyrst nú er að verða tímabært að kveðja öldina sem leið, áratug eftir kampavínsflaum þúsaldarhátíðarinnar. Tuttugustu öldinni er lokið og okkur verður það senn ljóst.
Tuttugasta öldin á Íslandi hófst með því að landið tengdist umheiminum með símastreng. Hann var umsvifalaust notaður til að lýsa yfir sjálfstæði, "Í þennan síma talar sjálfstætt fólk í eigin landi". Þetta hefur síðan verið viðkvæði Íslendinga hvort sem þeir tala í síma, míkrafón eða talstöð og reynst svo haldgott að fá dæmi eru þess að jafn fámennur hópur hafi náð að beygja stórveldi heimsins með einþykkju sinni, amk fá dæmi utan Asterix bókanna. Bandaríska heimsveldið þurfti að hlýða dyntum hinna sjálfstæðu Íslendinga í slíkar öfgar, að einn þeirra heimsfrægasti utanríkisráðherra, Henry Kissinger, getur loks sofnað svefninum langa í friði eftir að hafa lýst því yfir í ævisögu sinni, að Íslendingar væru heimtufrekasta og þvermóðsufyllsta þjóð í heimi. Og á hinn bóginn, austur í Kreml, þurfti Alþjóðasamband kommúnusta, Komintern, að samþykkja undanþágu frá sínu helgasta boðorði handa Íslendingum. Íslenskir kommar máttu vera þjóðernissinnar dauðans í félagsskap, sem snerist um hið gagnstæða, alþjóðahyggju. Þetta fékkst með því að svara ekki öðru í síma, en að hér byggi sjálfstæð þjóð í eigin landi. Og menn minnast þess auðvitað hvernig nýlega fór fyrir breska sjónvarpsspyrilinum sem ætlaði að grilla hortugan dvergþjóðarforseta, þegar símsvarinn fór í gang. Meiri jöfrar en hann hafa gefist upp fyrir íslenska svarinu.
Í útlöndum er maður iðulega spurður hvernig svo fámennur ættbálkur geti starfsrækt sjálfstætt þjóðríki og maður svarar vitaskuld að á Íslandi búi sjálfstæð þjóð í eigin landi. Það var fyrst fyrir tveimur árum að ég byrjaði að skilja spurninguna, sem nú orðið leitar á mig eins og hvern annan útlending. Þetta er eins og að hafa smitast af óværu. Eitt er fólksfæðin á Íslandi, en hitt er mér meira undrunarefni að þjóð, sem maður skyldi ætla að þyrfti á öllu sínu að halda til að mynda starfshæft ríki, skuli geta hent frá sér talentum og peningum í botnlausa sérhygli, nebútisma og klíkumenningu, en þó státað að slíkri velmegun. Svo til öll opinber embætti eru skipuð prímó rétta einstaklingnum, sekúndó hæfasta einstaklingum. Og prívatgeirinn er varla neitt skárri, þar sem forstjórar stórfyrirtæjanna halda heilsu sinni og stafi með löngum göngutúrum í Heiðmörk, saman í hóp.
Svarið við þessari þraut er að Íslendingar hafa aldrei verið sjálfstæð þjóð í eigin landi. Vita ekkert hvað það er að vera sjálfstæði þjóð, fyrr en kannski bráðum. Sjálfstæð þjóð getur ekki hagað sér eins og við höfum gert, frekar en sjálfstæður einstaklingur getur hagað sér eins og heimtufrekur unglingur. Það er ekki þar með sagt að Íslendingar séu lélegri þjóð en aðrir, en nú fyrst reynir á okkur að svo mörgu leyti. Það er ekki bankahrunið sem ég er að tala um, heldur sá paradísarmissir sem varð þegar kalda stríðinu lauk. Íslendingar stukku fram sem sjálfstæð þjóð í skjóli anglósaxneska heimsveldisins, fyrst Breta svo Kana. Heimsstyrjöldin færði okkur nútímann og peninga og svo tók Kalda Stríðið við með stórveldi á báðar hendur sem vildu hygla okkur. Þegar kalda stríðinu lauk misstum við undramáttinn. Hvað skyldu Kanarnir hafa sagt við pirraðan og ómögulegan íslenskan Oddsson með heimsmynd Björns Bjarnasonar í höfðinu? Ætli þeir hafi haft húmor til að benda honum á Evrópusambandið?
Raunveruleiki tuttugustu aldarinnar er horfinn og nú eru Íslendingar loks sjálfstæð þjóð í eigin landi og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
30. desember 2010
9. desember 2010
Bólu-Hjálmar analýserar Icesavemálið
Í tilefni dagsins er pistill eftir Bólu-Hjálmar. "Viðureign Gamla bónda og Hollendinga" úr "Þáttur af Gamla Péurssyni", Amma I. Þjóðleg fræði og skemmtun. Finnur Sigmundsson, Reykjavík 1935-40
Þess er getið eitt sumar, að Gamli bóndi reri til fiskjar innan af Eyjafirði norður á svokölluð Ólafsfjarðarmið. Hann var við sjötta mann..........sáu þeir í Djúpunum hvar hollensk dugga var að fiski. Gamli mælti við menn sína: "Vér skulum finna fiksiskip þetta og fá okkur í skálinni gott vín..".....Þeir Gamli festu skip sitt við dugguna og gengu upp. Hollendingar fögnuðu þeim vel sem þeim var títt. Voru þeir 10 eða 12 að tölu. Gamli litast nú víða um á skipinu og sér þar margskyns gæði. Kemur honum til hugar að hertaka skipið og flytja inn á Eyjafjörð. Veit hann að það er óheilagt undir danska krónu hér við land. Ræðir hann þetta við menn sína hljóðlega og verða þeir allir á það sáttir. Síðan tekur hann þá hollensku og færir í bönd utan stýrimanninn einn lét hann lausan og setjast að stjórn......Stýrði sá útlenski þó nauðugur væri, en Gamli og menn hans settust að drykkju og héldu sér veizlu góða af efnum skipsmanna. ........
...Gekk nú ferðin harðlega inn á Eyjafjörð, en er kom inn í Bakka-ála sáu þeir Gamli hvar tvær duggur hollenzkar komu eftri þeim á mestu hraðsiglingu og höfðu uppi alla toppa......Hann mælti við sína menn að þeir skildu allir 5 verja annað borð skipsins....en kvaðst sjálfur annað borðið verja meðan kostur væri. Þeir aðkomnu spurðu Gamla, hvort hann vildi ekki gefa upp skipið og leysa þá bundnu heldur en leggja sig og sína menn í hættur og sæta síðan afarkostum. Gamli kvað það engan kost að óreyndu, og dugi nú hver sem má og falli heldur með drengskap, ef falla skal......Stóð bardaginn lengi dags. En svo kom um síðir, að upp var gengið á það borðið er hásetar Gamla vörðu, og urðu þeir handteknir og bundnir. Voru þá fljótt og leystir allir þeir hollensku og gengu þeir í lið með löndum sínum. Var nú sótt að Gamla með liðsfjölda öllu megin....Var hann nú handtekinn og síðan bundinn. Var hann móður mjög en lítt meiddur, en flestir þeir er á fundinum voru, sættu meiðslum og skaða. og mælt er að tveir menn af Hollendingum hafi bana hlotið.
Nú var um rætt, hvert starff Gamli skyldi þola fyrir tiltæki sitt og var það úrskurður eftir fornum skipalögum að hann skyldi dragast þrisvar undir kjölu og síðan frígefast, ef hann af lifði, en það var fárra sem engra af að lifa. Var nú straffi þessu fullnægt, og kom Gamli upp með lífi í þriðja sinn. Var hann þá þrekaður mjög, og er mælt að hann hafi þá beðið að höggva af sér höfuðið sem snarast. Þeim Hollendingum þóttu mjög firn í vera, hvað sá maður afbar og ekki minna um hans hugprýði og hetjulega vörn. Var hann nú með öllu laus gefinn og menn hans, og síðan var hann sæmdur virðulegum gjöfum af öllum skipum fyrir hetjuskap sinn og stórmannlegt tiltæki. Sór hann þeim eið, að hann skyldi aldrei glettast við Hollendinga framar......Varð saga þessi víðfræg, jafnvel erlendis, og þótti flestum sem enn byggi norðmannasál í víkingshjarta á Íslandi.
Þess er getið eitt sumar, að Gamli bóndi reri til fiskjar innan af Eyjafirði norður á svokölluð Ólafsfjarðarmið. Hann var við sjötta mann..........sáu þeir í Djúpunum hvar hollensk dugga var að fiski. Gamli mælti við menn sína: "Vér skulum finna fiksiskip þetta og fá okkur í skálinni gott vín..".....Þeir Gamli festu skip sitt við dugguna og gengu upp. Hollendingar fögnuðu þeim vel sem þeim var títt. Voru þeir 10 eða 12 að tölu. Gamli litast nú víða um á skipinu og sér þar margskyns gæði. Kemur honum til hugar að hertaka skipið og flytja inn á Eyjafjörð. Veit hann að það er óheilagt undir danska krónu hér við land. Ræðir hann þetta við menn sína hljóðlega og verða þeir allir á það sáttir. Síðan tekur hann þá hollensku og færir í bönd utan stýrimanninn einn lét hann lausan og setjast að stjórn......Stýrði sá útlenski þó nauðugur væri, en Gamli og menn hans settust að drykkju og héldu sér veizlu góða af efnum skipsmanna. ........
...Gekk nú ferðin harðlega inn á Eyjafjörð, en er kom inn í Bakka-ála sáu þeir Gamli hvar tvær duggur hollenzkar komu eftri þeim á mestu hraðsiglingu og höfðu uppi alla toppa......Hann mælti við sína menn að þeir skildu allir 5 verja annað borð skipsins....en kvaðst sjálfur annað borðið verja meðan kostur væri. Þeir aðkomnu spurðu Gamla, hvort hann vildi ekki gefa upp skipið og leysa þá bundnu heldur en leggja sig og sína menn í hættur og sæta síðan afarkostum. Gamli kvað það engan kost að óreyndu, og dugi nú hver sem má og falli heldur með drengskap, ef falla skal......Stóð bardaginn lengi dags. En svo kom um síðir, að upp var gengið á það borðið er hásetar Gamla vörðu, og urðu þeir handteknir og bundnir. Voru þá fljótt og leystir allir þeir hollensku og gengu þeir í lið með löndum sínum. Var nú sótt að Gamla með liðsfjölda öllu megin....Var hann nú handtekinn og síðan bundinn. Var hann móður mjög en lítt meiddur, en flestir þeir er á fundinum voru, sættu meiðslum og skaða. og mælt er að tveir menn af Hollendingum hafi bana hlotið.
Nú var um rætt, hvert starff Gamli skyldi þola fyrir tiltæki sitt og var það úrskurður eftir fornum skipalögum að hann skyldi dragast þrisvar undir kjölu og síðan frígefast, ef hann af lifði, en það var fárra sem engra af að lifa. Var nú straffi þessu fullnægt, og kom Gamli upp með lífi í þriðja sinn. Var hann þá þrekaður mjög, og er mælt að hann hafi þá beðið að höggva af sér höfuðið sem snarast. Þeim Hollendingum þóttu mjög firn í vera, hvað sá maður afbar og ekki minna um hans hugprýði og hetjulega vörn. Var hann nú með öllu laus gefinn og menn hans, og síðan var hann sæmdur virðulegum gjöfum af öllum skipum fyrir hetjuskap sinn og stórmannlegt tiltæki. Sór hann þeim eið, að hann skyldi aldrei glettast við Hollendinga framar......Varð saga þessi víðfræg, jafnvel erlendis, og þótti flestum sem enn byggi norðmannasál í víkingshjarta á Íslandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)