10. júlí 2009

Óhugnaður: Myndhverfing raungerist

Áður en mér tekst að loka augunum berast þær fréttir að Hótel Valhöll, Þingvöllum standi í björtu báli. Í alvöru, ekki á allegorískan hátt brennur Þingvallahótelið. Nýja Ísland, nýju Þingvellir.

Mange underbara ting

Ógæfu Íslands verður allt að vopni, áfram. Þetta er kunnuglegt úr Íslandssögunni, þegar það fer að ganga illa, þá skal það ganga illa, alla leið. Frekar þann versta en þann næst besta. Ofan á allt annað, já allt annað, sem dunið hefur yfir síðan pótemkíntjöldin hrundu er landið aftur stjórnlaust. Alþingi er í háalofti, því enginn vill kvitta undir nótuna eftir partíið sem rústaði hótelið og nú vilja þingmenn líka komast undan því að banka upp á annars staðar og spyrja hvað kostar. Íslendingar þurfa engan her, hann dræpi sig sjálfur frekar en að berjast.

Ég get ekki lengur horft á þetta. Nú dreg ég mig í hlé og bíð þess sem verða vill. Eftir allt, þá er svo marga dásemd sköpunarverksins að sjá og undrast á þessum tíma árs.